Frí heimsending ef verslað er fyrir 15.000 kr eða meira.

Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson: INNST INNI

2.900 kr

Lýsing

Innst inni er ný plata kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar og píanóleikarans Eyþórs Gunnarssonar. Þótt Eyþór sé þekktastur sem hljómborðsleikari Mezzoforte og Tómas kunnastur fyrir latíntónlist sína er hvorki að finna fönk né latínáhrif á Innst inni, heldur einungis djassballöður og hæga valsa. Í inngangsorðum sínum á plötunni skrifar Tómas um upptökuna:

,, Í djassballöðum gildir það eitt að láta fingurna hlýða skipunum hjartans. Við liðum áfram í einbeittu meðvitundarleysi í þrjá daga og svo var það búið. En við höfðum jú verið að æfa fyrir þessa plötu í 36 ár. "

Platan hefur fengið afbragðsgóðar móttökur og í dómi í bandaríska djassblaðinu All About Jazz skrifaði bandaríski gagnrýnandinn C. Michael Bailey:

,,Á plötunni er 11 lög eftir Tómas og tónlistin vísar hvergi til ákveðinnar tónlistarhefðar eða svæðisbundinna áhrifa. Þetta er einfaldlega tónlist... blátt áfram og umvefjandi. Hljóðfæraleikararnir tveir spila varlega hér, eins og þeir tipli á sokkaleistunum til að vekja ekki elskendur sína. Þetta er meira en tónlist, þetta er hugarástand, og allt um kring er allt eins og vera ber, að minnsta kosti meðan tónlistin varir. Leyfið þessari plötu að færa ykkur frið."

    Gefið út 2017

     

    Afhending

    Halda áfram að versla
    Pöntun þín

    Engar vörur eru í körfunni